Elena Valladares frá Madríd verður í FVA í vetur sem skiptinemi

Fjölmargir skiptinemar hafa verið við nám í  í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í gegnum tíðina. Í vetur verður Elena Valladares nemandi við skólann en hún kemur frá Madríd á Spáni.

Elena kemur hingað til lands á vegum Rótarýklúbbs Akraness. Sigurbjörn Hallsson og Mjöll Barkar Barkardóttir eru „íslensku“ foreldrar hennar Elenu.

Á myndinni eru: Sigurbjörn, Elena og Jens Benedikt Baldursson forseti Rótarýklúbbs Akraness.

Þess má geta að Sjöfn Sólveig, dóttir þeirra Sigurbjörns og Mjallar, fór nýverið til Ítalíu til ársdvalar sem skiptinemi á Ítalíu – og er það verkefni einnig á vegum Rótarý.

Sea bienvenido Elena!

Auglýsing