Ylfa Laxdal skaut ÍA í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitlinn

Ylfa Laxdal Unnarsdóttir skaut ÍA í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu hjá 3. flokki kvenna.

ÍA lék gegn Breiðabliki í gær á Akranesi í undanúrslitum en Breiðablik hefur haft mikla yfirburði í þessum aldursflokki á undanförnum árum. Ylfa Laxdal skoraði sigurmarkið á 37. mínútu.

ÍA er í samstarfi við Skallagrím úr Borgarnesi í þessum aldursflokki og eru leikmenn úr Skallagrím í ÍA liðinu.

Á sunnudaginn er úrslitaleikurinn gegn Val og hefst hann kl. 12.00. Á ksi.is er ekki gefið upp hvar leikurinn fer fram. Valur sigraði KA 7-0 í hinum undaúrslitaleiknum í þessum aldursflokki.