Stórleikur á Norðurálsvellinum í dag – nær ÍA að komast upp í efstu deild?

ÍA getur með sigri í dag gegn Víkingi frá Ólafsvík tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á næsta ári.

ÍA er í öðru sæti Inkasso-deildarinnar en ÍA á þrjá leiki eftir í deildinni. HK er í efsta sæti með 45 stig eftir 20 leik en ÍA er með 43 stig.

Með sigri í dag gegn Víkingum úr Ólafsvík færi ÍA í 46 stig og Víkingur væri þá með 38 stig og gæti ekki náð ÍA að stigum í síðustu tveimur umferðunum.

Skagamenn  töpuðu gegn Víkingum í Ólafsvík í fyrri leik liðanna sem fram fór í Ólafsvík í Inkasso-deildinni í sumar.

Leiku ÍA og Víkings úr Ólafsvík hefst kl. 14 í dag á Norðurálsvellinu. Pylsupartý verður í boði Öskju sem er samstarsfsaðili KFÍA.

Fyrirtækið er einn stærsti bílainnflytjandi Íslands og selur m.a. KIA bifreiðar sem verða til sýnis á Norðurálsvellinum í dag.

 

Auglýsing