Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur í þessari viku vegna viðhalds og hreingerningar frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli.
Lokað verður aðfaranótt þriðjudags 18., miðvikudags 19., fimmtudags 20. og föstudags 21. september.
„Hausthreingerning“ í göngunum hefur jafnan verið síðar á árinu en er nú í september vegna eigendaskipta mannvirkisins um næstu mánaðarmót.
Þetta er því í síðasta sinn sem Spölur lokar Hvalfjarðargöngum vegna árvissra verka við þrif og viðhald.
Auglýsing