Þrír Skagamenn í hópfimleikalandsliðinu sem keppir á EM

Evrópumótið í hópfimleikum fer fram í Portúgal um miðjan október næstkomandi, en tilkynnt hefur verið um hvaða 48 fimleikmamenn skipa þau fjögur íslensku lið sem mæta til leiks að þessu sinni.

Skagamennirnir Guðmundur Kári Þorgrímsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Logi Örn Axel Ingvarsson keppa allir á Evrópumótinu í blönduðu liði fullorðinna.

Guðmundur Kári, Helgi og Logi Örn keppa allir fyrir Stjörnuna en þeir hófu ferilinn með Fimleikafélagi Akraness, ÍA. Alls voru 69 iðkendur í landsliðshópnum sem æfði í sumar en aðeins 48 iðkendur komust í liðin sem keppa fyrir Íslands hönd.

Evrópumótið fer fram í Lissabon í Portúgal 17.-20. október 2018.  Íslands sendir fjögur, tólf manna lið til keppni; kvennalið, blandað lið fullorðinna, stúlknalið og blandað lið unglinga.

Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.

Evrópumótið verður haldið í Odivelas í Portúgal dagana 17. – 20. október.

Guðmundur Kári Þorgrímsson.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson.
Logi Örn Axel Ingvarsson