Fjöldi slysa sem tilkynnt eru til VÍS ár hvert þar sem ökumaður sofnar undir stýri eru ekki talin á fingrum annarrar handar.
Þau skipta tugum. Slysin eru yfirleitt mjög alvarleg þar sem þau enda oftar en ekki með útafakstri eða framanákeyrslu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vátryggingafélagi Íslands, VÍS.
Svefn og þreyta er fjórða algengast orsök banaslysa í umferðinni hér á landi. Rannsóknir sýna að það er þrisvar sinnum líklegra að slys vegna þreytu valdi dauðsfalli eða örkumlun heldur en hraðakstur þar sem sofandi ökumaður bregst ekki við aðstæðum.
Verum úthvíld við akstur. Farþegar þurfa að vera meðvitaðir um að halda ökumanni félagsskap eða skipta við hann. Ef enginn er til að skipta við ökumanninn, tökum þá 15 mínútna kríu ef svefn sækir að.