Arnór Sigurðsson er aðeins 12. íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem leikur í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki í knattspyrnu. Af þessum 12 leikmönnum eiga Skagamenn tvo.
Skagamaðurinn kom inná í kvöld sem varamaður hjá rússneska liðinu CSKA Moskva í leik liðsins gegn Viktoria Plzen í Meistaradeild Evrópu. Arnór setti með þar sem hann er yngsti íslenski leikmaðurinn sem kemur við sögu í Meistaradeild Evrópu.
Arnór er eins og áður segir 19 ára en áður var Kolbeinn Sigþórsson yngstur Íslendinga til að spila í þessari keppni, 21 árs gamall með Ajax árið 2011.
Tveir af þessum 12 leikmönnum sem hafa leikið í Meistaradeildinni eru Skagamenn. Árni Gautur Arason, fyrrum markvörður íslenska landsliðsins, lék 21 leik með norska liðinu Rosenborg. Aðrir leikmenn sem hafa leikið í Meistardeildinni eru:
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea og Barcelona
Ragnar Sigurðsson, FCK
Sölvi Geir Ottesen, FCK
Rúrik Gíslason, FCK
Kári Árnason, Malmö
Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlín
Birkir Bjarnason, Basel
Helgi Sigurðsson, Panathinaikos
Kolbeinn Sigþórsson, Ajax
Alfreð Finnbogason, Olympiacos
Auglýsing