Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi rísa upp gegn lokunum hjá VÍS

Það er óhætt að segja að fyrirhuguð lokun þjónustustaða hjá tryggingafélaginu VÍS á landsbyggðinni hafi vakið upp mikla reiði.

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV, var samþykkt ályktun þar sem að skorað er á viðskiptavini VÍS endurskoða viðskipti við fyrirtækið.

Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákvörðun stjórnar VÍS og stjórnenda fyrirtækisins að loka fjölda þjónustustaða fyrirtækisins á landsbyggðinni strax um næstu mánaðamót.

Það þýðir að tryggingaumboð VÍS sem og þjónustaðilar á fjölmörgum stöðum, svo sem í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, hætta starfsemi.

Umboðsskrifstofum VÍS á Akranesi og Borgarnesi verður einnig lokað og þær sameinaðar skrifstofu VÍS í Reykjavík.

Ef þú ert í viðskiptum við VÍS - hvað ætlar þú að gera þegar þjónustuskrifstofunni verður lokað á Akranesi?

Auglýsing