Frábær tilþrif og skemmtun á fyrsta klifurmóti Smiðjuloftsins

Fyrsta klifurmót Smiðjuloftsins og ÍA var haldið um s.l. helgi. Vel á fjórða tug keppenda mætti í glæsilega aðstöðu Smiðjuloftsins.

Keppendur skemmtu sér vel ásamt áhorfendum sem voru fjölmargir.

Tilþrifin voru glæsileg en keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.

Skagamenn voru sigursælir og náðu fjölmörg verðlaun eins og sjá má á úrslitunum hér fyrir neðan. Sylvía Þórðardóttir og Rúnar Sigurðsson sigruðu m.a. í flokki 11-12 ára, og í Skagamenn röðuðu sér í öll verðlaunasætin í flokki 11-12 ára strákar.

Úrslit:

11-12 ára stúlkur:

1. Sylvía Þórðardóttir, ÍA
2. Þórdís Nilsen, KfR
3. Þórdís Idda Ólafsdóttir, KfR

11-12 ára strákar:

1. Rúnar Sigurðsson, ÍA
2. Ellert Kári Samúelsson, ÍA
3. Guðjón Ívar Granz, ÍA

13-15 ára stúlkur:

1. Erna Þórey Sigurðardóttir, KfR
2. Katla Lind Jónsdóttir, KfR
3. Inga Björk Ragnarsdóttir, KfR

13-15 ára strákar:

1. Valur Áki Sveinsson, Björkin
2. Tómas Hilmarsson, KfR
3. Sólon Thorberg Helgason, KfR

16+ konur:

1. Katarína Eik Sigurjónsdótti, KfR
2. Brimrún Eir Óðinsdottir, ÍA
3. Sigrún Rósa Hrólfsdóttir, KfR

16+ Karlar:

1. Birgir Berg Birgisson, KfR
2. Egill Orri Friðriksson, KfR
3. Sveinn Elliði Björnsson, Björkin

   

Auglýsing