Á fundi bæjarráðs Akraness þann 24. september var samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis um kaup á 40% eignarhluta Leynis í vélageymslu við Garðavöll.
Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Leynis, segir að málið hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma.
„Þetta er hluti af uppbyggingu á Garðavelli í tengslum við nýja frístundamiðstöð og fjárhagslegri endurskipulagningu hjá Leyni.“
Endanleg upphæð eða kaupverð hefur ekki verið ákveðið.
Tekið verður miða af fasteignamati og verðmati á sambærilegu iðnaðarhúsnæði.
Vélageymslan er um 500 fermetrar og var tekin í notkun árið 2013.
Auglýsing