Helena og Aníta Lísa verða áfram þjálfarar ÍA í Inkasso-deild kvenna

Helena Ólafsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir verða áfram þjálfarar meistaraflokks kvenna.

Knattspyrnufélag ÍA samdi á ný við þær  Helenu og Anítu Lísu, en þær hafa verið þjálfarar liðsins undanfarin tvö keppnistímabil.

ÍA endaði í þriðja sæti í Inkasso-deild kvenna og var í baráttunni um að komast upp í efstu deild allt fram til loka Íslandsmótsins.

Í fyrra endaði ÍA í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig en í ár fékk liðið alls 40 stig.

 

Auglýsing