Oliver og Anna fengu Donna – og Stínubikarinn

Lokahóf yngri flokka Knattspyrnufélags ÍA fór fram nýverið í Akraneshöll. Stínubikarinn fékk að þessu sinni Anna Þóra Hannesdóttir og Donnabikarinn fékk Oliver Stefánsson.

Stínubikarinn var gefinn af fyrirtækinu Þorgeiri og Ellert ehf. í tilefni þess að 34 ár voru liðinn frá því að fyrsta konan úr röðum ÍA lék með landsliði Íslands. Það var Kristín Aðalsteinsdóttir sem keppti árið 1981 með landsliði Íslands og skrifaði þar nýjan kafla í knattspyrnusögu Akraness.

Donnabikar var gefinn af fkomendum Halldórs Sigurbjörnssonar (Donna) og hefur verið afhentur frá árinu 1985. Halldór Sigurbjörnsson (f.1933), betur þekktur sem Donni, lék 110 leiki fyrir ÍA á árunum 1950-1965 og skoraði í þeim 40 mörk. Hann átti einnig 8 leiki fyrir A-landslið karla á árunum 1954-1957.

Að venju voru engin einstaklingsverðlaun afhent í 6. og 7. flokki karla og kvenna heldur fengu allir iðkendur viðurkenningarskjal fyrir góða frammistöðu og ástundum í fyrra.

Í 5. flokki kvenna voru leikmenn ársins valdir Lilja Björk Unnarsdóttir, Kolfinna Eir Jónsdóttir og Birna Rún Þórólfsdóttir.

Í 5. flokki karla voru leikmenn ársins valdir Vignir Gauti Guðjónsson, Tómas Týr Tómasson og Guðbjarni Sigþórsson.

Í 4. flokki kvenna var Elvíra Agla Gunnarsdóttir talin hafa sýnt mestar framfarir, Ylfa Laxdal Unnarsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Marey Edda Helgadóttir var valin besti leikmaðurinn.

Í 4. flokki karla var Logi Már Hjaltested talinn hafa sýnt mestar framfarir, Haukur Andri Haraldsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Ólafur Haukur Arilíusson var valinn besti leikmaðurinn.

Í 3. flokki kvenna var Arndís Lilja Eggertsdóttir talin hafa sýnt mestar framfarir, Erla Karitas Jóhannesdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Dagný Halldórsdóttir var valin besti leikmaðurinn.

Í 3. flokki karla var Hilmar Elís Hilmarsson talinn hafa sýnt mestar framfarir, Ingi Þór Sigurðsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Árni Marinó Einarsson var valinn besti leikmaðurinn.

Auglýsing