Í nýrri samgönguáætlun sem Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytið birti nýverið er gert ráð fyrir því að hafist verði handa við að breikka veginn um Kjalarnes árið 2019.
Gert er ráð fyrir að 3,2 milljarðar kr. fari í það verkefni.
Til samanburðar má geta þess að að á árunum 2008-2017 var einungis rétt rúmum milljarði varið í viðhald, nýframkvæmdir og umferðaröryggi á Kjalarnesi, að mislægum gatnamótum við Leirvogstungu meðtöldum.
Þetta kemur fram í færslu frá Bjarnheiði Hallsdóttur á fésbókinni.
Samgönguáætlunin á eftir að fara fyrir Alþingi og gætu þessar áætlanir breyst eitthvað í því ferli. Nákvæm tímasetning á upphafi framkvæmda hefur ekki verið gefin upp.
Auglýsing