Frítt í göngin – 20 ára gjaldtöku lokið

Innheimtu í Hvalfjarðargöngin var hætt skömmu eftir hádegi ídag, föstudaginn 28. september,  og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir í frétt á Vísir að samkomulag um endanlegt uppgjör sé nú klárt – og öll skilyrði fyrir hendi að afhenda ríkinu göngin og hætta innheimtu veggjalda.

Hætt verður að rukka í göngin upp úr kl. 13, föstudaginn 28. september.

 

Auglýsing