Guðrún, Guðmundur og Lilja hjóluðu inn 16,6 milljónum kr.

Skagamenn hafa á undanförnum misserum tekið þátt í að styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í gegnum Team Rynkeby verkefnið.

Nýlega afhenti Team Rynkeby á Íslandi SKB rúmlega 16,6 milljónir kr. sem söfnuðust á þessu ári þegar hópurinn hjólaði frá Danmörku til Parísar í Frakklandi. Rósa Guðbjartsdóttir tók við styrknum fyrir hönd SKB.

Hjónin Guðrún Gísladóttir og Guðmundur Jónsson, frá Akranesi, hafa tvívegis tekið þátt í þessu verkefni. Í sumar bættist Lilja Kristófersdóttir í hópinn og á næsta ári verða nokkrir Skagamenn sem taka þátt.

Þar má nefna Gísla Guðmundsson, sem er oftast kenndur við Rakarastofu Gísla.

Lilja Kristófersdóttir.

Guðrún Gísladóttir og Guðmundur Jónsson.

Auglýsing