Nóg um að vera hjá Björgunarfélagi Akraness

Starfið hjá Björgunarfélagi Akraness er öflugt og fjölbreytt.

Um síðastliðna helgi fóru þrír fulltrúar frá Akranesi á fund á Akureyri þar sem að umsjónarmenn unglingadeilda víðsvegar frá landinu fóru yfir stöðuna.

Björgunarfélagið festi kaup á sprungbjörgunargálga fyrir skemmstu og var sá útbúnaður prófaður á Langjökli með góðum árangri.

Á næstu vikum fara félagsmenn Björgunarfélagsins á Akranesi í gegnum þjálfun í notkun á þessum nýja búnaði.

Starf Björgunarfélagsins er ómetanlegt og það sannaðist þegar útkall kom í gær – um konu sem hafði slasast á fæti í Akrafjalli.

Félagsmenn í Björgunarfélagi Akraness fóru í útkall og aðstoðaði við að bera konuna niður hlíðar Akrafjalls – að þeim stað þar sem að sexhjól félagsins beið eftir björgunarhópnum. Konan var síðan flutt með hraði á sexhjólinu að sjúkrabíl sem var komin á staðinn.

Auglýsing