Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson heldur áfram að upplifa fótboltadrauma sína. Í gær kom Arnór inn á sem varamaður fyrir CSKA Moskva gegn spænska stórliðinu Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.
Arnór lék síðustu 12 mínútur leiksins og tók því þátt í glæsilegum 1-0 sigri rússsneska liðsins gegn sigursælasta liði allra tíma í Meistaradeild Evrópu. Nikola Vlasic skoraði eina mark leiksins strax á upphafsmínútum leiksins.
CSKA er í efsta riðilsins eftir 2 umferðir.
Auglýsing