Nú getur þú horft á söngleikinn Smell – aftur og aftur og aftur…..

Söngleikurinn Smellur sló heldur betur í gegn s.l. vor þegar hann var sýndur á fjölum Bíóhallarinnar á Akranesi.

Verkið eftir kennaratríóið úr Grundaskóla, Flosa Einarsson, Einar Viðarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson.

Nemendur úr Grundaskóla fóru á kostum í þessu verki sem sýnt var fyrir fullu húsi í öll skiptin sem sýningar voru í boði.

Smellur er aðgengilegur á Youtube og er hægt að horfa á verkið hér fyrir neðan.

Auglýsing