Bæjarrráð leggur til að hlutur Leynis í vélageymslu verði keyptur fyrir 38,4 milljónir kr.

Bæjarráð Akraness leggur það til að bæjarstjórn samþykki samning þess efnis að Akraneskaupstaður kaupi tæplega 36% eignarhluta Golfklúbbsins Leynis í vélageymslu klúbbsins.

Akraneskaupstaður á nú þegar rúmlega 64% eignarhlut í vélargeymslunni – og verður því eini eigandinn ef bæjarstjórn samþykkir kaupin á næsta fundi sínum.

Kaupverðið er samtals kr. 38.426.400 og og heildarkostnaður vegna kaupanna að teknu tilliti til þinglýsingarkostnaðar er áætlaður um 39.602.000.

Auglýsing



http://localhost:8888/skagafrettir/2018/09/24/golfklubburinn-leynir-vill-selja-40-eignarhlut-i-velageymslu/