Langri taphrinu Skagamanna í körfunni lauk gegn Stálúlfunum

Langri taphrinu körfuboltaliðs Skagamanna lauk í gær þegar ÍA lagði Stálúlfana í 2. deild karla á útivelli. Þetta var annar leikur ÍA á tímabilinu og fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Lokatölur 108-91.

Lið ÍA er skipað ungum leikmönnum og gríðarlegar breytingar hafa verið á leikmannahópi liðsins á undanförnum misserum.

ÍA náði ekki að vinna leik í næst efstu deild á síðasta tímabil og var þetta því langþráður sigur eftir 24 tapleiki í röð.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá þjálfara ÍA, Chaz Franklin sem er einnig leikmaður liðsins.

Auglýsing