Ísak Bergmann skoraði tvö fyrir U17 ára lið Íslands ı Oliver fyrirliði

Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson voru í lykilhlutverkum í 2-2 jafntefli U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu í dag gegn Úkraínu.

Leikurinn fór fram í Bosníu/Hersegóvínu og er hluti af undankeppni EM 2019. Oliver var fyrirliði Íslands í leiknum og Ísak Bergmann skoraði bæði mörk Íslands.

Liðið mætir næst heimamönnum á laugardaginn og hefst sá leikur klukkan 13:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið

Ólafur Kristófer Helgason (M)

Oliver Stefánsson (F)

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Jón Gísli Eyland Gíslason

Valgeir Valgeirsson

Ísak Bergmann Jóhannesson

Davíð Snær Jóhannsson

Elmar Þór Jónsson

Andri Fannar Baldursson

Orri Hrafn Kjartansson

Danijel Dejan Djuric

Auglýsing