KFÍA fær styrk frá Akraneskaupstað vegna góðs árangurs

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 10. október síðastliðinn samþykkti bæjarráð Akraness tillögu Rakelar Óskarsdóttur bæjarfulltrúa um að veita Knattspyrnufélagi ÍA styrk að fjárhæð 1,0 mkr. vegna árangurs meistaraflokks og 2. flokks karla í knattspyrnu í ár.

Meistaraflokkur karla stóð uppi sem sigurvegari í Inkasso deildinni með 48 stig og leika í deild þeirra bestu, Pepsi deildinni á næsta ári.

Leikmenn í 2. flokki karla náðu einnig frábærum árangri. ÍA fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í þessum aldursflokki í fyrsta sinn í 13 ár og komst í undanúrslit bikarkeppninnar.

Auglýsing