Áhugi á verknámi fer vaxandi í FVA

Nýverið héldu nemendur á húsasmíðabraut við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi lauflétta pizzu-veislu.

Tilefnið var að hús sem er í smíðum hjá nemendunum FVA var risið og aðeins frágangur eftir.

Mikil breyting hefur orðið á áhuga nemenda á húsasmíði og stunda nú 9 nemendur nám – og er þetta annað árið í röð þar sem nemendur ná fylla hóp í þessu námi.

Jónína Víglundsdóttir, áfangastjóri FVA, segir að nánast allar deildir í dreifinámi við FVA séu yfirfullar og áhugi nemenda á verknámi fari vaxandi.

„Árið 2015 og 2016 var ekki boðið upp á húsasmíðanám að hausti vegna þess að ekki tókst að ná lágmarsþátttöku til að hefja námið. Aðsókn nemenda í rafvirkjun og vélvirkjun er mikil og á þessu hausti þurfti að hafna alls 12 umsóknum þar sem hóparnir voru fullmannaðir. Alls hófu 25 nemendur nám í rafvirkjun í haust og 15 manns í vélvirkjun sem hófu einnig nám í haust,“ segir Jónína við Skagafréttir.

Alls eru 63 nemendur við nám í dagskóla í rafvirkjun, 37 í vélvirkjun og 21 í húsasmíði.

Við FVA stunda alls 532 nemendur nám, þar af 434 í dagskóla og 98 í dreifnámi eða kvöld- og helgarnámi.

Jónína bætir því við að nánast allir nemendur í verknámi séu karlkyns og aðeins einn karl stundar nám á sjúkraliðabraut.

„Það má segja að þessar deildir séu yfirfullar. Í húsasmíði eru 35 nemendur, á sjúkraliðabraut eru 34 nemendur og í vélvirkjun eru 29 nemendur. Meirihluti nemenda í iðnnámi eru karlkyns og allir nemendur á sjúkraliðabraut eru kvenkyns, nema einn. Í dagskóla stunda þrjár stúlkur nám í vélvirkjun, þrjár stúlkur eru í rafvirkjun og tvær í húsasmíðiÍ helgarnáminu stunda fimm konur nám í húsasmíði og tvær í vélvirkjun,“ sagði Jónína við skagafrettir.is.

 

Auglýsing