Skagamenn í bronsliði Íslands á EM í hópfimleikum

Skagamennirnir Guðmundur Kári Þorgrímsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Logi Örn Axel Ingvarsson náðu glæsilegum árangri með blönduðu landsliði Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum.

Þeir keppa allir fyrir Stjörnuna en hófu ferilinn í hópfimleikum með Fimleikafélagi Akraness, ÍA.

Guðmundur, Helgi og Logi fengu allir bronsverðlaun ásamt liðsfélögum sínum í landsliði Íslands.

Keppnin var gríðarlega spennandi en Svíar stóðu uppi sem Evrópumeistarar, Danir fengu silfurverðlaunin og Íslands varð í þriðja sæti.

Lokastaða í blönduðum flokki fullorðinna

1. Svíþjóð – 56,450 stig
2. Danmörk – 55,530 stig
3. Ísland – 53,000 stig
4. Noregur – 52,400 stig
5. Bretland – 51,250 stig
6. Frakkland – 50,150 stig

Auglýsing



http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/19/gudmundur-helgi-og-logi-i-landslidshop-fyrir-em-i-hopfimleikum/