Árgangamót ÍA 2018 – stefnir í metþátttöku

Árgangamót ÍA fer fram í áttunda sinn þann 10. nóvember n.k. í Akraneshöllinni.  Í fyrra var metþátttaka og voru 250 leikmenn skráðir til leiks.

Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu viðburðarins. 

Árgangur 1975 sigraði í nýrri Lávarðadeild eftir hörkuúrslitaleik gegn árgangi 1974 en þar kepptu leikmenn sem eru 40 ára og eldri.

Í keppni 30-39 ára sigraði árgangur 1980 eftir skemmtilegan úrslitaleik gegn sigurliðinu frá því í fyrra, árgangi 1986. Sameiginlegt lið árganga sem fæddir eru 1975 eða fyrr sigraði í kvennariðlinum en þar tóku fimm lið þátt.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá árgangamótinu sem skagafrettir.is tóku í fyrra og eins og sjá má var gaman hjá keppendum sem og fjölmörgum áhorfendum.

Gera má ráð fyrir að vel á annað þúsund hafi verið í Akraneshöllinni og árgangamótið vekur meiri og meiri athygli með hverju árinu sem líður.

Um kvöldið var slegið upp veislu í íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem gestir áttu saman góða stund og rifjuðu upp gamla tíma úr boltanum með ÍA.

AuglýsingAuglýsingAuglýsing
AuglýsingAuglýsingAuglýsing