Hvernig var stemningin á Akranesi árið 1998 og 2002?

Í þessu myndbandi sem Axel Gústafsson birti á fésbókarsíðu sinni er að finna frábæra samantekt af mannlífinu á Akranesi.

Fyrra myndbandið er frá sumrinu 1998 þar sem Jón Ársæll Þórðarson heimsækir Akranes. Hann kemur m.a. við í Axelsbúð og ræðir þar við viðskiptavini, hann ræðir einnig við Hinrik Haraldsson á Rakarastofu Hinriks, Gísli Gíslason þávaerandi bæjarstjóri er í sviðsljósinu í Akranesvita og að sjálfsögðu er komið við á æfingu hjá Knattspyrnufélagi ÍA á Jaðarsbökkum.

Í síðara myndbandinu, sem er frá árinu 2002, fer Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, í heimsókn á marga áhugaverða staði á Akranesi – en myndbandið er unnið af þeim Gísla Einarssyni og Magnúsi Magnússyni á Skessuhorni.

Myndbandið segir allt sem segja þarf og er afar áhugavert.