Nemendur í vélvirkjun við FVA vinna með nýjan tölvustýrðan fræsara

Eins og fram hefur komið hefur áhugi á verknámi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi aukist jafnt og þétt undanfarin misseri.  Aðsókn nemenda í rafvirkjun og vélvirkjun er mikil eins og fram kemur í þessari frétt.

Nemendur í vélvirkjun við FVA fengu á dögunum nýjan tölvustýrðan fræsara frá bandaríska framleiðandanum Haas. Þetta kemur fram á vef FVA.

Fyrir hafa nemendur aðgang að tölvustýrðum rennibekk frá sama framleiðanda.

„Þessi tæki nýtast afskaplega vel til dæmis í verkefni sem nemendur vinna nú að og felst í því að hanna skrúfstykki og smíða frá grunni.

Auglýsing



Hönnun fer fram í teikniforritinu Inventor 2017 og þar hanna nemendur að fullu tvo hluti í skrúfstykkið, annars vegar botnplötu sem er að hluta til kláruð í fræsaranum og hins vegar spindil, sem er öxull með trapisu-gengjum,“ segir í frétt FVA.

Auglýsing