„Ríkið greiði fyrir í nauðsynlegar sjóvarnir og hækkun á Faxabraut“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, var í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. Akraneskaupstaður hefur farið fram á að ríkið taki þátt í að greiða kostnað við nauðsynlegar sjóvarnir og hækkun á Faxabraut.

Eins og fram kom í viðtalinu er Faxabraut þjóðvegur í þéttbýli.

Til þess að gera Sementsreitinn byggingarhæfan verður að ráðast í slíkar framkvæmdir og fram til þessa hefur allur kostnaður við uppbyggingu á Sementsreitnum lent á Akraneskaupstað.

Var í viðtali í sjónvarpsfréttum rúv í kvöld. Í stórum dráttum snýst málið um ríkið greiði fyrir í nauðsynlegar sjóvarnir og hækkun á Faxabraut sem er þjóðvegur í þéttbýli áður en byggð rís á Sementsreit. Er þetta nauðsynlegt vegna hækkandi stöðu sjávar en einnig að ríkið taki þátt í kostnaði við að gera þennan reit byggingarhæfan en fram til þessa hefur allur kostnaður lent á Akraneskaupstað.

Helstu atriði í bréfi til þingmanna:
– Í hjarta Akraneskaupstaðar er 55 þúsund fermetra svæði á svonefndum Sementsreit, sem áður hýsti Sementsverksmiðju ríkisins. Áform Akraneskaupstaðar eru að á næstu árum rísi á reitnum allt að 368 íbúðir auk verslunar- og þjónusturýmis.

– Fermetraverð á íbúðarhúsnæði í leigu og kaupum á Akranesi er 20-40% lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Uppbygging á Akranesi gæti því hjálpað til við að leysa úr brýnum húsnæðisvanda og draga úr þensluáhrifum í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu.

– Heildarkostnaður við að gera Sementsreit byggingarhæfan með niðurrifi, gatnagerð, veitum, efldum sjóvörnum og hækkun Faxabrautar o.fl. er áætlaður um 2 milljarðar króna. Áætlaðar tekjur Akraneskaupstaðar af gatnagerðargjöldum á reitnum eru metnar 1,3 milljarður króna og verkefnið því ekki sjálfbært og fjárhagslega ofviða Akraneskaupstað ef ekki kemur til viðbótar fjármagn.

– Akraneskaupstaður hefur á undanförnum árum ritað fjármála- og efnahagsráðuneyti og fjárlaganefnd til að vekja athygli málinu en hefur einnig óskað liðsinnis annarra ráðherra og þingmanna til að tryggja fjármagn sem mætir framangreindum kostnaði.

– Í samningum um byggingu mannvirkja líkt og Sementsverksmiðja ríkisins var, eru jafnan í dag ákvæði um skyldur eigenda við lok starfsemi til að taka niður byggingar og skila því landi sem byggt er á í sama ástandi og þegar tekið var við því. Ekki hefur verið komið til móts við þá réttmætu kröfu bæjaryfirvalda með þátttöku ríkisins í framangreindum kostnaði.

– Faxabraut er skilgreindur sem þjóðvegur í þéttbýli og liggur neðan við Sementsreit og er megin stofnleið flutninga að Akraneshöfn.

– Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging í hjarta Akraneskaupstaðar getur ekki átt sér stað án nauðsynlegrar eflingar sjóvarna og hækkunar Faxabrautar. Kostnaðarmat Vegagerðarinnar vegna grjótvarnar er um 275 m.kr. Áætlaður gatnagerðarkostnaður er grófmetin um 235 m.kr. en er í nánara mati hjá Vegagerðinni.

– Akraneskaupstaður óskar eftir því að ríkið tryggi þá fjármuni sem þarf sem eru á þessu stigi metnir samtals um 510 m.kr.

Sjá frétt sem byrjar eftir 4:55
http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/23879…

Auglýsing