Vilhjálmur nýr varaforseti ASÍ – miklar breytingar á verkalýðsforystunni

Vilhjálmur Birgisson var um helgina kjörinn 1. varaforseti ASÍ. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins er nýr forseti ASÍ, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness 1. varaforseti og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins 2. varaforseti.

Vilhjálmur segir í viðtali við RÚV að miklar breytingar á verkalýðsforystunni endurspegli breyttar áherslur.

„Ég held að þetta endurspegli þær breytingar sem eru að verða í íslenskri verkalýðsbaráttu um þessar mundir. Þetta endurspeglar þær áherslur sem verið er að kalla á meðal okkar félagsmanna og þetta eru töluverðar breytingar.“

Vilhjálmur segir ennfremur að verði áfram sjálfum sér samkvæmur og standi og falli með sínum málefnum. Hann vilji taka á okurvöxtum í fjármálakerfinu og afnema verðtryggingu, sem sé núna líka komið inn í kröfugerð’ Starfsgreinasambandsins og VR.

„Ég held að það sé líka alveg rétt að vera mín sem einn af forsetum ASÍ sýni svo ekki verður um villst hversu ofboðslegar breytingar eru að verða á forysti Alþýðusambands Íslands.“

Viðtalið við Vilhjálm er í heild sinni hér á vef RÚV: