Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson heldur áfram að skrifa stóra kafla í knattspyrnusögu Akraness. Í kvöld skoraði hinn 19 ára gamli leikmaður mark í Meistaradeild Evrópu fyrir CSKA Moskvu.
Arnór jafnaði metinn fyrir rússneska liðið með glæsilegu skoti úr vítateignum. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Arnór er yngsti íslenski leikmaðurinn sem nær að skora í leik í Meistaradeild Evrópu.
Skagamaðurinn ungi er reyndar í fámennum hópi íslenskra leikmanna sem hafa náð að skora í leik í Meistaradeild Evrópu.
Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen (7 mörk) og Alfreð Finnbogason (1 mark) hafa náð að skora í Meistaradeildinni.
— 1хСтавка (@1xstavka) November 7, 2018
Auglýsing