Í háskólanám eftir 40 ár á sjó – Skagamaðurinn Óli Hallgríms fer ótroðnar slóðir

Skagamaðurinn Ólafur Hallgrímsson er í afar áhugverðu viðtali á vefnum lifidernuna.is.

Þar segir Ólafur frá því að hann sé á leið í háskólanám eftir fjörtíu ára starfsferil sem sjómaður. Ólafur hefur komið víða við á starfsferli sínum sem sjómaður og segir hann frá því helsta í þessu stórskemmtilega viðtali.

Ólafur var lengi búsettur í Noregi þar sem hann starfaði sem skipstjóri. Fyrir tveimur árum kynntist hann Bryndísi Bragadóttur – og eru þau hjón í dag.

Ólafur segir í viðtalinu að hann hafi átt sér drauma um að gera ýmislegt sem hann hafi ekki getað látið rætast af því hann hafi alltaf verið úti á sjó.

Ólafur segir að hann hafi ráðið sig á hvalaskoðunarskipið af því það væri eitt af fáum sjómannsstörfunum sem gerði honum kleift að koma heim að kvöldi.

En þegar sá draumur var úti og Ólafi hafði verið ráðlagt af lækni að taka það rólega um tíma þá kom upp sú hugmynd að drífa sig í skóla. Það var þá sem hann kom auga á leiðsögumannanámið í Háskóla Íslands og segist sannarlega ekki sjá eftir því að hafa skráð sig í það nám. 

„Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að takast á við þetta nám þar sem fögin eru sérlega áhugaverð og maður græðir mikið í hverjum fyrirlestri.

Síðast en ekki síst eru þarna samankomnir nemendur sem eru hver öðrum merkilegri, allt frá krökkum sem eru nýskriðnir út úr menntaskóla upp í sjötuga vísindamenn og allt þar á milli.”

Viðtalið má lesa í heild sinni hér:

Auglýsing