Skagafréttir eiga 2 ára afmæli í dag ı 120.000 heimsóknir frá 130 löndum

Þann 10. nóvember 2016 var fréttavefurinn skagafrettir.is opnaður með mjög svo óformlegum hætti. Skagafréttir eru því tveggja ára í dag.

Þegar verkefninu var ýtt úr vör á sínum tíma var haldið af stað út í óvissuna. Við vissum ekkert hvernig Skagamenn nær og fjær myndu taka á móti því sem við höfum fram að færa.

Það er óhætt að segja að viðtökur lesenda hafi farið langt fram úr væntingum. Við sem stöndum á bak við fréttavefinn erum þakklát. Það eru nokkuð margir þarna úti sem „nenna“ að lesa það sem við höfum fram að færa.

Frá upphafi hafa jákvæðar sögur verið uppistaðan í fréttaflórunni. Þannig verður það áfram.

Við erum oft spurð hvernig okkur gangi og hvort margir séu að heimsækja skagafrettir.is.  Skagafréttir hafa farið víða á fyrstu tveimur árunum. Samkvæmt greiningartólinu Google Analytics, sem við notum til að halda utan um tölfræðina á vefnum, þá fóru skagafréttir til rúmlega 130 landa í heiminum. Listinn er allur hér fyrir neðan og er nokkuð áhugaverður þar sem aðeins eru birtar fréttir frá Akranesi eða af Skagamönnum á vefnum.

Frá því að skagafrettir.is fór í loftið hafa um 120.000 gestir komið inn á vefinn, margir koma oft í viku og aðrir kíkja við með reglulegu millibili.

Gestir okkar hafa flett af áhuga í gegnum fréttasafnið og alls hafa fréttirnar fengið um 720.000 heimsóknir.

Mest lesna fréttin frá upphafi fékk rúmlega 7.000 heimsóknir.

Markmiðið í upphafi var að skrifa eina jákvæða frétt á dag.

Alls hafa rúmlega 1.400 fréttir birst á skagafrettir.is á s.l. 730 dögum -og við þurfum án efa að setja okkur ný markmið í þessum efnum.

Fréttamiðlar á netinu eru í sókn og sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.

Samkvæmt nýrri könnun MMR á því hvert Íslendingar sækja sér helst fréttir kemur í ljós að helmingur landsmanna sækir sér helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla og níu prósent landsmanna sækja fréttir sínar af samfélagsmiðlum.

Verulegur kynslóðamunur er á neyslu frétta landsmanna. Þannig sækir elsti aldurshópurinn sér fréttir úr sjónvarpi í miklum mæli en yngsti aldurshópurinn nánast ekki í neinum mæli. Þá eru segjast aðeins fjögur prósent sækja sér fréttir í dagblöð.

Í stuttu máli þá erum við hæstánægð og þakklát fyrir viðtökurnar og hrósið frá ykkur lesendur góðir.

Fjölskylduverkefnið mun halda áfram á meðan við höfum gaman af þessu – og markmiðið er að gera enn betur.

Ef þið hafið áhuga á að birta efni eða koma með ábendingar þá er alltaf opið á [email protected] og á fésbókarsíðunni.

Enn og aftur – takk fyrir síðustu 730 daga, þið eruð frábær.

Sigurður Elvar Þórólfsson, ritstjóri.

Skagafrettir.is hefur fengið heimsóknir frá eftirtöldum löndum frá því að vefurinn var settur í loftið í byrjun nóvember 2016: Flestir notendur eru á Íslandi og þar á eftir kemur Danmörk og Noregur í þriðja sæti. Sem dæmi má nefna að um 10.000 heimsóknir hafa komið frá Danmörku og svipaður fjöldi frá Noregi. Fréttir frá „Flórída-Skaganum“ eru lesnar í löndum sem við vissum varla að væru til. Það eru Skagamenn út um allt eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Ísland
Danmörk
Noregur
Bandaríkin
Svíþjóð
Spánn
Bretland
Þýskaland
Holland
Kanada
Frakkland
Perú
Pólland
Færeyjar
Írland
Ítalía
Rússland
Filipseyjar
Taíland
Belgía
Ástralía
Finnland
Ungverjaland
Sviss
Slóvakía
Portúgal
Grikkland
Mexíkó
Austurríki
Víetnam
Lúxemborg
Tyrkland
Indland
Japan
Úkraína
Brasilía
Singapúr
Indónesía
Eistland
Malasía
Tékkland
Króatía
Ísrael
Suður-Afríka
Kína
Georgía
Búlgaría
Malta
Marokkó
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
Sádí-Arabía
Taívan
Nýja-Sjáland
Lettland
Slóvenía
Níkaragúa
Bahamas
Arúba
Litháen
Suður-Kórea
Argentína
Fílabeinsströndin
Nígería
Hong Kong
Chile
Kambódía
Ekvador
Jórdanía
Rúmenía
Írak
Grænland
Serbía
Katar
Rúanda
Bosnía og Hersegóvína
Kýpur
Kenía
San Marínó
Armenína
Aserbaídsjan
Kosta-Ríka
Kólumbía
Bangladesh
Egyptaland
Makedónía
Moldavía
Tógó
Hvíta-Rússland
Dóminíska Lýðveldið
Myanmar (Búrma)
Pakistan
Sri Lanka
Svalbarði og Jan Mayen
Bahrain
Grænhöfðaeyjar
Cayman eyjar
Kongó
Jamaíka
Kasakstan
Laos
Líbanon
Macau
Malaví
Márítína
Montserrat
Nepal
Suður-Súdan
Tansanía
Trinídad og Tóbagó
Túnis
Úganda
Albanía
Alsír
Antíga og Barbúda
Fijí
Gana
Gvatemala
Lesótó
Liechtenstein
Svartfjallaland
Mósambík
Namibía
Óman
Panama
Papúa Nýja Gínea
Púertó-Ríkó
Senegal
Sierra Leone
Tajikistan
Úrúgvæ
Venesúela

Auglýsing