Skagamenn sýna eignum á Spáni áhuga – kynningarfundur hjá Lögheimili

Skagamaðurinn Heimir Bergmann, eigandi fasteignasölunnar Lögheimili, segir að margir íbúar á Akranesi hafi sýnt því áhuga að kaupa eignir á Spáni.

„Við höfum fengið margar fyrirspurnir um eignir á Spáni. Til þess að bregðast við þeim áhuga verður kynning á Akranesi á  húseignum á Spáni. Kynningin fer fram á skrifstofu Lögheimilis á Akranesi við Skólabraut 26 á Akranesi – laugardaginn 17. nóvember,“ segir Heimir í samtali við skagafrettir.is.

„Lögheimili er í samstarfi við þjónustumiðstöðina Atlas International í þessu verkefni – en fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu í þessu fagi og er með yfir 80.000 viðskiptavini,“ bætir Heimir við.