Blikksmiðja Guðmundar í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi

Feðgarnir Sævar Jónsson og Emil Kristmann Sævarsson tóku í dag við viðurkenningu þess efnis að fyrirtæki þeirra, Blikksmiðja Guðmundar, er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi.

Það er Creditinfo sem veitir viðurkenninguna. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til að komast á listann.  Listinn er hér í heild sinni. 

Sævar var að vonum stoltur af þessari viðurkenningu en hann keypti fyrirtækið í byrjun ársins 2007. Sævar skrifar eftirfarandi færslu á fésbókina þar sem hann þakkar góðum viðskiptavinum og frábæru starfsfólki fyrir árangurinn.

Auðvitað á maður aldrei að monta sig en ég verð bara…….áramótin 2006-7 keyptum við blikksmiðjuna með tilheyrandi lánum og veðsetningum, já lögðum allt í sölurnar.

 

Núna 10 árum síðar náðum við þeim árangri að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja í rekstri já og aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi uppfylla þessar kröfur.

Til þess að ná svona árangri þarf skipulag, aga, góða viðskiptavini og síðast en ekki síst frábæra starfsmenn.
Takk allir sem einn.

Það voru fleiri fyrirtæki frá Akranesi sem fengu einnig viðurkenningu í dag – en þau eru að finna á þessum hér.

Auglýsing



Auglýsing