Fimmtán fyrirtæki frá Akranesi á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

Í gær var greint frá því hvaða fyrirtæki eru framúrskarandi á Íslandi að mati CreditInfo.

Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í níunda sinn.

Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til að komast á listann.

Fyrirtækin þurfa að uppfylla strangar kröfur CreditInfo til þess að komast á listann.

Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.

Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa.

Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

Alls eru 15 fyrirtæki á Akranes á listanum 2018.

59. sæti: Spölur
91. sæti: Sementsverksmiðjan
99. sæti: Skaginn
300. sæti: Þorgeir og Ellert
335. sæti: Runólfur Hallfreðsson
349. sæti: Bjarmar
513. sæti: Akraberg
516. sæti: Trésmiðjan Akur
528. sæti: Vignir G. Jónsson
566. sæti: Skagaverk
574. sæti: Meitill – GT tækni
623. sæti: Gísli Stefán Jónsson
700. sæti: Klafi
714. sæti: Eiður Ólafsson
747. sæti: Blikksmiðja Guðmundar.

AuglýsingAuglýsing