Skagamenn voru áberandi á meistaramóti Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem fram fór um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Skagamaðurinn Brynjar Már Ellertsson sigraði í öllum þremur greinunum sem hann tók þátt í. Hann sigraði m.a. í tvenndarleik þar sem hann lék með móður sinni, Brynju Pétursdóttur.
Skagamennirnir Brynjar Már og Elvar Már
Í meistaraflokki karla varð Róbert Þór Henn í öðru sæti en hann er fæddur á Akranesi og keppti fyrir ÍA í mörg ár en hann keppir fyrir TBR. Róbert varð einnig í öðru sæti í tvíliðaleik í mfl. karla. Róbert er til hægri á myndinni.
Sigríður Árnadóttir úr TBR sigraði í einliðaleik kvenna en hún er dóttir Skagamannsins Árna Þórs Hallgrímssonar – sem var á sínum tíma í fremstu röð badmintoníþróttarinnar á Íslandi. Sigríður sigraði einnig í tvíliðaleik karla.
Í A-flokki mættust Skagamenn í úrslitum í einliðaleik karla, Brynjar Már Ellertsson úr ÍA sigraði. Elvar Már Sturlaugsson var mótherjinn en hann er Skagamaður en keppir í dag undir merkjum BH. Ellert sigraði í tvíliðaleik með liðsfélaga sínum Pontus Rydström.
Irena Ásdís Óskarsdóttir, sem er fædd á Akranesi og hóf badmintonferilinn hér með ÍA, sigraði í tvíliðaleik kvenna en hún keppir fyrir BH. Anna Lilja Sigurðardóttir lék með Irenu Ásdísi. Skagakonurnar Irena Rut Jónsdóttir og María Rún Ellertsdóttir léku til úrslita í þessari grein.
Í tvenndarleik mættust Brynjar Már Ellertsson ÍA / Brynja K. Pétursdóttir ÍA og Borgar Ævar Axelsson BH / Anna Lilja Sigurðardóttir BH. Unnu Brynjar og Brynja leikinn örugglega.
Arnór Tumi Finnsson úr ÍA sigraði í tvíliðaleik í B-flokki ásamt félaga sínum úr BH, Sebastían Vignisson.
Anna Ósk Óskarsdóttir, systir Irenu Ásdísar, lék til úrslita í tvíliðaleik kvenna í B-flokki þar sem hún varð í öðru sæti. Anna Ósk er fædd á Akranesi og lék með ÍA áður en hún er í BH í dag. Anna Ósk fékk einnig silfurverðlaun í tvenndarleik í B-flokki.
Auglýsing
Auglýsing