Fyrir ári síðan söfnuðust 650.000 kr. á árlegum markaði sem fram fer í Grundaskóla.
Það eru nemendur sem standa á bak við þetta verkefni en markmiðið er að safna fyrir skólastarfi í Malaví.
Fimmtudaginn 29. nóvember verður opið hús í Grundaskóla. Þar verður ýmis varningur til sölu sem nemendur hafa búið til – og gestir geta slakað á sal skólans, gætt sér á vöfflum og kaffi sem verður einnig til sölu á staðnum.
Tónlistaratriði verða á meðan söfnunin stendur yfir. Grundaskóli opnar kl. 11:45 og stendur söfnunin yfir til kl. 13:00.
Uppruna Malavísöfnunarinnar má rekja til þess að fyrir allmörgum árum hættu nemendur Grundaskóla að gefa hvort öðru jólagjafir.
Í stað þess var ákveðið að setja ákveðna upphæð í söfnun þar sem að markmiðið var að láta gott af sér leiða.
Upphæðin sem Grundaskóli hefur safnað með þessum hætti er verulega há. Rauði krossinn á Íslandi hefur milligöngu með að koma söfnunarfénu í réttar hendur.
Auglýsing
Auglýsing