Tímavélin: Stúkuhúsið fór á flakk eftir 88 ára kyrrsetu

Auglýsing



Á Þorláksmessu árið 2004 fór Stúkuhúsið í ferðalag um Akranes.

Stúkuhúsið var flutt frá Háteigi 11 þar sem það var byggt á sínum tíma. Stúkuhúsið var byggt sem hlaða árið 1916 eða fyrir rúmlega 102 árum.

Stúkan Akurblóm keypti húsið árið 1948. Töluverðar endurbætur voru gerðar á húsinu áður en það var vígt sem Stúkuhús þann 4. febúar árið 1950.

Árið 2000 eignaðist Akraneskaupstaður húsið og var það síðan flutt upp á Safnasvæði að Görðum þann 23. desember árið 2004.

Skagafréttir voru með ljósmyndara þegar Stúkuhúsið var flutt á sínum tíma.

Einu mistökin sem gerð voru í þessu verkefni var að ekki náðist mynd af Stúkuhúsinu þegar því var ekið framhjá verslun ÁTVR við Þjóðbraut. Það hefði verið góð fréttamynd.

Auglýsing



Að sjálfsögðu var það ÞÞÞ sem sá um verkefnið. Húsið er um 23 tonn að þyngd.

Farið var með húsið niður Háteig og inn á Vesturgötu og síðan Bárugötu, Hafnarbraut, Akursbraut, Suðurgötu, Skagabraut, Þjóðbraut, Innnesveg, Víkurbraut og inn á Safnasvæðið þar sem húsið var sett niður á sinn varanlega stað.

Einu mistökin sem gerð voru í þessu verkefni var að ekki náðist mynd af Stúkuhúsinu þegar því var ekið framhjá verslun ÁTVR

Allir innviðir eru upprunalegir frá því stúkan tók til starfa og setja innréttingar skemmtilegan svip á alla umgjörð hússins.

Stúkuhúsið er mikið notað í dag undir ýmsa viðburði á Safnasvæðinu og hefur svo sannarlega tekist að glæða lífi í húsið að nýju.

Auglýsing