Elías og Karina tendruðu jólaljósin á Akratorgi

AuglýsingElías Marvin Ingólfsson og Karina Alicja Zurowska eiga góðar minningar frá 9 ára afmælisdegi sínum. Afmælisbörnin tendruðu jólaljósin á Akratorgi þann 1. desember s.l. að viðstöddu fjölmenni.

Að venju var athöfnin hátíðleg. Yngri nemendur Grundaskóla sungu jólasöngva undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.

Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs, hélt hátíðarræðu og vígði nýjan ljósabúnað við Akratorgið – þar sem m.a. upplýst akkeri er notað til þess að minna Akurnesinga á að upphaf búsetu á Skipaskaga má rekja til útgerðar og sjómennsku. Mynd af akkerinu er hér fyrir neðan.

Jólatréð sem prýðir torgið í ár var gróðursett í landi Stóru-Fellsaxlar norðan megin við Akrafjall.

Eftir að ljósin á trénu voru kveikt tók Samúel Þorsteinsson nokkur vel valin jólalög og fljótlega birtust nokkrir jólasveinar.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar – en Myndasmiðjan tók myndirnar sem eru í þessari frétt. 

 

Akkeri jólaljós Akratorg.

AuglýsingAuglýsing