Minningarsjóður Einars Darra fékk 5,3 milljónir frá Dominos

Auglýsing„Það var ótrúlega gaman að afhenda forsvarsmönnum Minningarsjóðs Einars Darra 5.295.269 kr. sem söfnuðust í afmælisviku okkar,“ segir í tilkynningu frá Dominos á Íslandi.

Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.

Einar Darri Óskarsson,  lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja, hann var aðeins 18 ára, fæddur 10. febrúar 2000 – og var hann nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

„Við hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni þar sem fjárhæðin mun nýtast Minningarsjóðnum vel. Við þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir að taka þátt í þessu með okkur!,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Dominos.

AuglýsingAuglýsing