Fríða, Árni, Hákon, Ísak og Oliver á úrtaksæfingum hjá KSÍ

AuglýsingFimm leikmenn úr röðum ÍA hafa æft með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu að undanförnu eða eiga eftir að fara á slíkar æfingar á næstunni.

Fríða Halldórsdóttir er í U-19 ára landsliðshóp kvenna sem mun æfa um miðjan desember undir stjórn Skagamannsins Þórðar Þórðarsonar.

Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson æfðu á dögunum með U-17 ára landsliði Íslands – undir stjórn Davíðs Snorra Jónssonar.

Árni Salvar Heimisson var á úrtaksæfingum með U-16 ára landsliði Íslands um liðna helgi – undir stjórn Davíðs Snorra Jónssonar.

 

AuglýsingAuglýsing