Guðlaugin opnuð með formlegum hætti laugardaginn 8. desember

AuglýsingGuðlaug við Langasand verður opnuð með formlegum hætti laugardaginn 8. desember næstkomandi kl. 14:00.

„Gestum er boðið að þiggja kaffi og konfekt á Aggapalli að lokinni athöfn. Hlökkum til að sjá sem flesta og ekki gleyma sundfötum,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Guðlaug er steinsteypt mannvirki staðsett í brimvarnargarðinum við Langasand. Guðlaug er á þremur hæðum, en á efstu hæðinni er útsýnispallur, en þar fyrir neðan er m.a. heit setlaug og sturtur. Á fyrstu hæðinni er vaðlaug. Framkvæmdir hófust í lok ágúst 2017 en upphaflega var gert ráð fyrir að verkinu myndi ljúka í lok júní á þessu ári.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/11/13/gudlaugin-opnud-a-naestunni-kostar-rumlega-80-milljonir-kr/

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/11/13/gudlaugin-opnud-a-naestunni-kostar-rumlega-80-milljonir-kr/

AuglýsingAuglýsing