Ármann, Ingi Þór og Jóhannes á úrtaksæfingum hjá U-15 ára liði KSÍ

AuglýsingÍ nóvember á þessu ári voru þrír leikmenn úr Knattspyrnufélagi ÍA valdir á úrtaksæfingar fyrir U-15 ára landslið Íslands.

Þeir eru Ármann Ingi Finnbogason, Ingi Þór Sigurðsson og Jóhannes Breki Harðarson.

Það fjölgar því alltaf í hópi leikmanna ÍA sem eru á radarnum hjá þjálfurum yngri landsliða Íslands í knattspyrnu.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/12/05/frida-arni-hakon-isak-og-oliver-a-urtaksaefingum-hja-ksi/

AuglýsingAuglýsing