Nýtt jólalag eftir Patrek Orra ı „Það var alltaf planið að gefa út lag.“

Auglýsing„Ég var bara að æfa mig á gítarinn inní herbergi þegar ég hugsaði. „Nú verð ég að fara að gefa út jólalag. Það var alltaf planið að gefa út lag.“

Ég fór eitthvað að reyna að finna rétta taktinn og eftir u.þ.b tvær mínútur var ég kominn með viðlagið, og síðan rúmum hálftíma eftir það var ég kominn með fyrstu tvö erindin,“ segir hinn 16 ára gamli Patrekur Orri Unnarsson sem nýlega gaf út sitt fyrsta frumsamda jólalag. Lagið heitir „Jólin eru yndisleg.“

Patrekur er á Málmiðnarabraut í FVA, systir hans er fótboltastjarna og hann er mjög hræddur við kóngulær.

Patrekur fékk góða aðstoð frá Flosa Einarssyni kennara í Grundaskóla og tónlistarmanni. „Ég hafði samband við Flosa. Hann er algjör meistari þegar kemur að svona lögum. Hann hjálpaði mér mikið og við byrjuðum að taka upp 5. desember en við hittumst sex sinnum í þessu ferli.

Nokkrum dögum fyrir útgáfudaginn var ég hræddur við að fá neikvæða gagngrýni á lagið. Mamma sagði að þetta væri bara hluti af bransanum og hún hafði rétt fyrir sér.

Ég hef mjög gaman af því sem ég geri í tónlist og langar til að sýna fólki það líka (þó ég mætti nú gera það oftar). Það er geggjað að geta haft áhrif,“ segir Patrekur en hann er á fyrsta ári sínu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann lætur sig dreyma um að verða eins stór og hægt er í þessum bransa.

„Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið.“

Nafn:
Patrekur Orri Unnarsson og er 16 ára. Fæddur og uppalinn á akranesi.

Á hvaða braut ertu?
Ég er í málmiðnardeild í FVA en stefni á að fara í skóla sem inniheldur leiklistarbraut og/eða tónlistarbraut.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni, nám / vinna?:
Mig langar að verða tónlistarmaður og leikari.

Helsti kostur FVA?
Líklega bara að ég bý nálægt honum og flestir í mínum árgangi fóru í þann skóla.

Besta minningin frá FVA:
Líklegast þegar ég beið fyrir utan klósettdyrnar eftir að Arnþór Helgi frændi minn/ og vinur kom út og ég beið þar með snapchat á lofti til þess að bregða honum, og honum brá mjög mikið.

Áhugamáli:
Tónlist, leiklist o.fl.

Hvað hræðist þú mest?
Kóngulær.

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ísak Bergmann finnst mér líklegastur til þess að verða frægur. Hann hefur skýr markmið og er alveg sjúklega góður í fótbolta. Ég get allavega ekki náð boltanum af honum nema ýta honum frá.

Hver var fyndnastur í skólanum?
Oliver Stefánsson er mjög fyndið eintak.

Hvernig er þín upplifun af mötuneytinu í FVA:
Mín upplifun af mötuneytinu hefur verið góð. Konurnar kvarta óþarfa mikið yfir því að ruslið er ekki tekið af borðunum en það er annað mál.

Hver er þinn helsti galli?
Minn helsti galli er að ég er með mjög mikinn athyglisbrest. En ég kýs að elska hann eins og allt annað sem býr í mér ;-).

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Snapchat, Instagram og Spotify.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA?
Ég myndi bæta við leiklistar og tónlistarbraut og hafa ennþá Nocco til sölu í sjoppunni.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Er mikið að nota nýja frasann „þaersoleis“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mér finnst félagslífið gott.

Best klæddur: Ætli það sé ekki Oliver Stefánsson, honum er sjaldan kalt ;-).
Uppáhalds kennari: Brynjar Kristjánsson, (á málm).
Uppáhaldsfag: Logsuða.
Sjónvarpsþáttur: The Walking Dead.
Kvikmynd: The greatest showman.
Tónlistarmaður: Jón Jónsson.
Leikari: Steindi Jr.
Vefsíður: Ætli það sé ekki Youtube
Flíkin: Mig langar verulega mikið í Supreme úlpu en af því sem ég á er það líklega Sixth June
Skyndibiti: Subway

Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)?
Spenntur með „Á Móti Sól“

Ættartréð:
Pabbi minn heitir Unnar Örn Valgeirsson (41 árs) og mamma heitir Ragnheiður Magnúsdóttir (38 ára). Á eina litla systur sem heitir Lilja Björk unnarsdóttir (12 ára) og er algjör fótboltastjarna.

AuglýsingAuglýsing