Auglýsing
Þann 18. desember árið 1942 eða fyrir 75 árum opnaði Axel Sveinbjörnsson verslun sína, öðru nafni kölluð „Axelsbúð.“
Axel Gústavsson segir frá þessum tímamótum á fésbókarsíðu sinni en Axel rak „Axelsbúð“ í mörg ár en afi hans og nafni stofnaði „Axelsbúð“.
Axel segir frá því að eitt helsta kennileiti „Axelsbúðar“, rauði kókkælirinn kom í verslunina skömmu eftir opnunina. Kælirinn eða kókkistan er varðveitt á Byggðasafninu að Görðum ásamt fleiri hlutum úr „Axelsbúð“.
„Það skemtilega við kistuna er það, að hún er enn í gangi og hefur aldrei bilað. Hún er orðin 75 ára. Veit einhver um eldri kókkistu sem er í lagi,“ skrifar Axel.
Húsnæði Axelsbúðar var rifið þann 8. september árið 2005. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim degi sem Skagafréttir tóku á þeim tíma.
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing