Verður siglt að nýju á milli Akraness og Reykjavíkur?

Auglýsing



Ferjusiglingar á milli Akraness og Reykjavíkur voru ræddar á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraness sem fram fór í gær, 17. desember.

Á fundinum var farið yfir stöðu málsins en samkvæmt heimildum Skagafrétta er töluverður áhugi hjá Akraneskaupstað að hefja þessar siglingar að nýju.

Sumarið 2017 var siglt á milli Akraness og Reykjavíkur og var það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta er lykilatriði að Reykjavíkurborg taki þátt í þessu verkefni – ef ekkert verður af því samstarfi verður málið lagt á ís.

Ferjan Akranes hóf siglingar þann 19. júní 2017. Um var að ræða sex mánaða tilraunaverkefni sem lauk reyndar einum mánuði fyrr þar sem ferjan var seld til Spánar. Sæferðir Eimskip sáu um reksturinn og var ferjan leigð frá Noregi.

Á tímabilinu júní til september sigldu rúmlega 3.300 farþegar á milli Akraness og Reykjavíkur.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/10/10/a-fjorda-thusund-sigldu-med-akranesinu-i-sumar-leitad-ad-hentugri-ferju/

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/05/15/ekkert-verdur-af-ferjusiglingum-i-sumar-en-stefnan-sett-a-sumarid-2019/

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/11/23/vidraedur-um-aframhald-a-ferjusiglingum-hafnar/

Auglýsing



Auglýsing