Inga María syngur inn jólin með nýju lagi ı  „Jólafriður“

AuglýsingInga María Hjartardóttir hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir tónlistarsköpun sína.

Inga María er fædd á Akranesi og fékk sitt tónlistarlega uppeldi hér á Skaganum. Hún lauk nýverið námi í hinum virta Berklee-tónlistarháskóla í Bandaríkjunum.

Inga María gaf nýlega út lagið Jólafriður. Textann vinnur hún með Halldóri Hallgrímssyni, Eðvarð Lárusson spilar á gítar, bassa og hljómborð og Jónas Björgvinsson tók upp.

„Kæru vinir, það styttist óðum í jólin og það gleður mig því gríðarlega að segja ykkur að nú er hægt að hlusta á Jólafriður um allt Internetið góða. Ég er ótrúlega, ótrúlega ánægð með og stolt af útkomunni. Njótið og eigið gleðileg jól,“ segir Inga María á Facebook-síðu sinni.

AuglýsingAuglýsing