Tímavélin: Yljum okkur við 15 ára gamlar sólarmyndir frá Langasandi

Auglýsing



Það er útlit fyrir að veðrið fram að jólum verði frekar tíðindalítið – en margir sakna þess að hafa ekki snjó og meiri birtu á þessum árstíma. Við því er ekkert hægt að gera nema kannski að ylja sér við þessar myndir úr „Tímavél“ Skagafrétta.

Árið 2018 er brátt á enda og þar með styttist í að sól hækki á lofti á ný. Langisandur verður án efa mikilvægur í því að upplifa sumarið 2019 líkt og sést á þessum myndum sem teknar voru 18. júlí árið 2003. Sumarið 2003 var óvenju hlýtt um allt land. Meðalhitinn í Reykjavík var 11,2 stig yfir sumartímann – og þetta sumar fór í sögubækurnar hvað hitastig varðar.

Eitt er víst að sumarið 2019 verður betra en sumarið 2018 hvað veðrið varðar hér á Akranesi. Annað er ekki hægt. Og með tilkomu Guðlaugar verður án efa enn meira líf á Langasandi en þegar þessar myndir voru teknar fyrir 15 árum síðan.

Auglýsing



Auglýsing