Guðlaug opin næstu daga og einnig á Gamlársdag

Guðlaug við Langasand hefur slegið í gegn hjá Skagamönnum og öðrum gestum sem hafa prófað laugin frá því hún var opnuð í byrjun desember. Guðlaug getur tekið við mörgum í einu. Sem dæmi má nefna að um 50 manns voru ofaní í einu þegar félagar í Sjóbaðsfélagi Akraness komu saman á Aðfangadag í árlegu jólasjósundi félagsins.

Opnunartími Guðlaugar er aðeins „rýmri“ næstu daga.

Í dag 27. desember, og á morgun 28. desember er opið frá 16-20. Um næsti helgi, er opið frá 10-18 og á Gamlársdag er opið frá 10-15.