Auglýsing
Það fór ekkert á milli mála hvaða gjöf var í pakkanum frá Arnóri Sigurðssyni atvinnuknattspyrnumanni.

Stórfjölskyldan hittist um jólin og að venju var farið í fótbolta til að hrista af sér jólahátíðina.
Eins og sjá má á þessum myndum var eitt lið á vellinum, og allir leikmenn voru með sama nafnið og númer á búningnum.
Þessi mynd sýnir einnig mjög vel að Ingi Þór, yngri bróðir Arnórs, hefur fengið vel að borða á undanförnum misserum því hann er greinilega lang hávaxnasti leikmaðurinn í úrvalsliði Arnórs.
Arnór Sigurðsson, er 19 ára gamall, og leikur sem atvinnumaður með CSKA Moskvu í Rússlandi. Arnór afrekaði að skora tvívegis í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Hann er nú þegar næst markahæsti leikmaður Íslands í Meistaradeildinni.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði alls 7 mörk í Meistaradeildinni, Arnór er með 2 mörk og Alfreð Finnbogason er með eitt mark. Aðeins þrír íslenskir leikmenn hafa skoraði í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki.
Ættartréð:
Sigurður Þór Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir eru foreldrar Arnórs.Systkini Arnórs eru Ingi Þór og Sunna Rún.
Afi og amma Arnórs í föðurætt eru Sigursteinn Hákonarson a.k.a Steini í Dúmbó og Sesselja Hákonardóttir. Áki Jónsson og Sunna Bryndís Tryggvadóttir eru einnig afi og amma Arnórs.
Auglýsing
Auglýsing